Frá 1.desember 2024 er gjaldið 0,42% af heildarlaunum félagsfólks neðangreidra stéttarfélaga
Skilagreinar á SAL formi (textaskrár) sendast á netfangið skbibs@bsrb.is
Skilagreinar á XML formi sendast á vefþjónustuna https://dk.bsrb.is/bibs/skilagreinar.exe/wsdl/IMemberExpos
Þau sveitarfélög sem hafa hingað til greitt Mannauðssjóðsframlagið inn í Fræðslusjóð / Endurmenntunarsjóð þurfa að lækka framlagið þangað inn úr 0,6% í 0,4% og bæta Mannauðssjóðnum Heklu við með 0,42% framlag. Önnur sveitarfélög hætta að greiða 0,2% inn í gömlu sjóðina og hækka framlagið í 0,42% inn í nýja sjóðinn.
Þau sveitarfélög sem hafa verið að senda skilagreinar í tölvupósti á Mannauðssjóð Kjalar, Mannauðssjóð Samflots eða Mannauðssjóð KSG hætta því og senda allar skilagreinar í einu lagi inn til BSRB.
Þau sveitarfélög sem nú þegar hafa framkvæmt sínar launakeyrslur eftir gamla laginu þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af því heldur breyta verklaginu frá og með næstu launakeyrslu sem verður framkvæmd.
Allar spurningar sem kunna að vakna við þessa framkvæmd á að senda til annagudny@kjolur.is
Sjóðurinn heitir Mannauðssjóðurinn Hekla
Skipagötu 14, 3. hæð
600 Akureyri
kt. 590208-0350
Hverjir eiga aðild að sjóðnum?
Aðild að sjóðnum eiga stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga innan BSRB og þau sveitarfélög sem og aðrir aðilar.