Úthlutunarreglur Mannauðssjóðs Heklu
Mannauðssjóðurinn Hekla gerir samstarfssamninga við fræðsluaðila um langtíma og skammtímaverkefni þar sem aðilar að sjóðnum geta sótt fræðslu sem setrið býður upp á og greiðir Mannauðssjóðurinn skv. samningi milliliðalaust fyrir þátttöku.
Sveitarfélög / vinnuveitendur geta sótt um styrk til að kosta fræðslu sem fram fer innan stofnana þeirra. Umsókn um slíka fræðslu þarf að berast áður en námskeið eru haldin. Sjóðsstjórn tekur ákvörðun hverju sinni um upphæð hverrar styrkumsóknar sem getur orðið allt að 30.000 á mann að hámarki en heildarstyrkupphæð getur aldrei orðið hærri en 1.200.000 kr. á hverja stofnun.
2.4. Þarfagreining, úttekt /ráðgjöf til sveitarfélaga og eða stofnana.
Sveitarfélög geta gert samning við Mannauðssjóðinn um ráðgjöf í ákveðinn tíma til þess að greina fræðsluþarfir og í kjölfarið gert fræðsluáætlun sem hentar. Slíkt verkefni aðstoðar sveitarfélög að koma á markvissara skipulagi í tengslum við endur-og símenntun starfsmanna sinna. Mannauðssjóður greiðir allt að 50% af kostnaði sinna sjóðsfélaga á móts við sveitarfélagið en þó aldrei hærri upphæð en 600.000 kr.
2.5. Rafrænt námsumhverfi / þróunarverkefni, tækni og nýsköpun.
Veittir eru styrkir til rafræns námsumhverfis sveitarfélaga og stofnana. Stjórn sjóðsins metur slíkar umsóknir hverju sinni. Aldrei er greitt meira en sem nemur kr. 6.000 pr. sjóðsfélaga og sýnt hefur verið fram á virkni áður en greiðsla er framkvæmd. Árleg heildarstyrkupphæð getur aldrei orðið hærri en 600.000 kr. á hverja stofnun. Gert er ráð fyrir áskrift í a.m.k. 6-12 mánuði.
2.6. Nám/námskeið erlendis.
Ef stofnun/sveitarfélag eða starfstöð á þess vegum óskar eftir að senda starfsmann/menn til að sækja nám/námskeið erlendis sem ekki stendur til boða innanlands, getur það sótt um styrk vegna námskeiðs og ferðakostnaðar . Styrkur getur orðið að hámarki 170.000 kr. fyrir einstakling en stofnun getur sótt um slíkan styrk fyrir sína starfsstöð einu sinni á hverjum 36 mánuðum að hámarki fjóra starfsmenn hverju sinni. Ef sambærilegt námskeið er í boði innanlands er ferðakostnaður undanskilinn heildarkostnaði og því ekki styrktur.
2.7. Náms- og kynnisferð.
Náms- og kynnisferð er styrkt til starfsmannahóps sveitarfélaga / stofnana sem skipuleggur tiltekna kynnisferð og skilar umsókn fyrirfram til mannauðssjóðsins og staðfestingu fræðslu- og móttökuaðila sem sér um námskeið og móttöku. Umsókninni skal fylgja ítarleg dagskrá sem spannar að lágmarki tvo vinnudaga með sex klukkustunda fræðsludagskrá hvern vinnudag að hámarki þrjár nætur. Skila þarf inn lista yfir þátttakendur.
Ekki eru veittir styrkir ef sambærilegt námskeið/ fræðslu er að finna innanlands og ekki fæst styrkur til að kosta íslenskan leiðbeinanda erlendis. Styrkur er greiddur fyrir samþykktar umsóknir eftir að ferð er yfirstaðin og kvittanir hafa borist. Styrkurinn getur mögulega náð yfir kostnað við ferðir á milli landa eða sveitarfélaga, gistingu og námskeiðsgjald. Umsóknir sem innihalda einungis skoðunarferðir en enga fræðslu eru ekki styrkhæfar. Hámark styrks á hvern einstakling er kr. 170.000 fyrir hvert fjögurra ára tímabil.
Við afgreiðslu er litið til eftirfarandi þátta:
2.8. Hvað er ekki styrkt
3.0. Styrkfjárhæð
3.1. Heildarstyrkupphæð. Stjórn sjóðsins ákvarðar hvaða fjármagni verður veitt í einstaka styrki skv. reglum þessum miðað við fjárhagsáætlun. Ef heildarstyrkupphæð sveitarfélags á hverjum tólf mánuðum hefur farið yfir 80% af þeim iðgjöldum sem berast í sjóðinn frá því sveitarfélagi/stofnun er litið svo á að umsækjandi hafi fullnýtt rétt sinn til næstu tólf mánaða.
4.0 Umsóknir, frágangur þeirra og afgreiðsla
4.1. Skil á umsóknum. Umsóknum skal skilað til sjóðsins með rafrænum hætti í gegnum umsóknargátt Mannauðssjóðs Heklu (slóð). Umsóknir eru afgreiddar að lágmarki fjórum sinnum á ári en upplýsingar um afgreiðslufundi má finna hverju sinni á heimasíðu sjóðsins.
4.2 Frágangur umsókna. Vanda skal frágang umsókna og tilgreina nákvæmlega hvernig styrkur verður nýttur og hvernig styrkurinn kemur til með að auka almenna starfshæfni. Öll fylgiskjöl þurfa að berast með umsókn. Ef fylgiskjölum er ábótavant eða umsóknir órökstuddar og uppfylla ekki skilyrði er umfjöllun umsóknar frestað eða umsókn synjað.
4.3 Afgreiðsla umsókna. Þegar búið er að fara yfir umsókn er niðurstaða tilkynnt í gegnum umsóknargáttina. Þar er einnig kallað eftir viðbótargögnum og upplýsingum ef á þarf að halda. Sjóðurinn áskilur sér rétt til að óska eftir frekari gögnum og /eða upplýsingum til að meta styrkhæfi verkefna.
5.0 Styrkveitingar úr sjóðnum
5.1 Greiðslur úr sjóðnum fara fram gegn framvísun á útlögðum kostnaði umsækjenda, stofnunar eða sveitarfélags s.s. greiðslukvittana og reikninga sem stílaðir hafa verið á sveitarfélagið. Greitt er eftir að fræðsla hefur farið fram og sveitarfélag hefur sent reikning eða greiðsluseðil á kennitölu Mannauðssjóðsins Heklu kt. 590208-0350. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að óska eftir frumritum reikninga sé þörf talin á. Stjórnin úrskurðar í vafamálum ef upp koma.
5.2 Afskriftir. Sé styrks ekki vitjað innan almanaksársins verður hann afskrifaður og felldur niður.
5.3 Breytingar. Ef breytingar verða frá því að umsókn var samþykkt þá ber að tilkynna þær og endurnýja umsókn.
5.4 Staðfesting. Þegar styrkur hefur verið greiddur er afgreiðslan tilkynnt umsækjanda í gegnum umsóknargátt og/eða með tölvupósti.
6.0 Gildistökuákvæði
6.1 Heimildir sjóðsstjórnar. Úthlutunarreglur eru endurskoðaðar reglulega eða að lágmarki árlega og eru þær birtar jafnóðum á heimasíðu sjóðsins. Stjórn sjóðsins hefur heimild til að víkja frá reglum um styrkveitingar og tímamörk.
6.2 Samþykktir. Reglur þessar voru samþykktar af stjórn sjóðsins þann 18. júní 2025 og taka gildi við birtingu á heimasíðu sjóðsins. Við gildistökuna falla úr gildi eldri starfsreglur og aðrar ákvarðanir sem ekki eru í samræmi við reglur þessar.
Bókun 1.1. – Ákvæði til bráðabirgða.
Komi í ljós að umsækjandi hafi ekki náð að skila inn réttum iðgjöldum frá 1. desember 2024 er umsókn hafnað þar til leiðrétting hefur orðið.