1.0.        Almennar upplýsingar og réttur til styrkveitinga


1.1.  Um sjóðinn.

Tilgangur og hlutverk sjóðsins er að stuðla að framgangi starfsfólks og framþróun sveitarfélaga og stofnana þeim tengdum með markvissri starfsþróun. Sjóðurinn leggur áherslu á að starfsfólk stofnana sem aðild eiga að honum hafi tækifæri til að auka og nýta þekkingu sína í starfi, með því að þróa færni sína og viðhalda verðgildi sínu á vinnumarkaði.


1.2. Réttur til styrkveitinga. 

Sjóðurinn sinnir markmiðum sínum á sviði símenntunar og mannauðs með því að veita styrki til:

·       Sveitarfélaga, stofnana og vinnuveitenda sem greiða í sjóðinn.

·       Stéttarfélög sem aðild eiga að sjóðnum.

·       Verkefna sem sjóðsstjórn skipuleggur eða á aðkomu að.


1.3.  Afgreiðsla umsókna. Umsóknir eru afgreiddar samkvæmt starfsreglum þessum og í samræmi við ákvarðanir sjóðstjórnar. Stjórn sjóðsins sker úr um vafaatriði, t.d. um sjóðsaðild eða styrkhæfi umsókna og tekur á öðrum málum sem upp kunna að koma.


1.4. Málskotsréttur.  Umsóknaraðili getur vísað erindi sínu á ný til stjórnar.


1.5. Forgangur.Ef sjóðsþurrð verður eða sjóðurinn stendur illa miðað við tekjur og væntanlegar skuldbindingar að mati sjóðsstjórnar hefur stjórn heimild til forgangsröðunar og breytinga á úthlutunarreglum.


1.6. Mat.  Við mat á umsóknum um styrki úr sjóðnum er horft til þess hvernig þau verkefni sem um ræðir eru til þess fallin að efla starfsþróun og stuðla að endurmenntun sjóðfélaga.