5.0    Styrkveitingar úr sjóðnum


5.1. Greiðslur úr sjóðnum  fara fram gegn framvísun á útlögðum kostnaði umsækjenda, stofnunar eða sveitarfélags s.s. greiðslukvittana og reikninga sem stílaðir hafa verið á sveitarfélagið. Greitt er eftir að fræðsla hefur farið fram og sveitarfélag hefur sent reikning eða greiðsluseðil á kennitölu Mannauðssjóðsins Heklu kt. 590208-0350. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að óska eftir frumritum reikninga sé þörf talin á. Stjórnin úrskurðar í vafamálum ef upp koma.


5.2. Afskriftir. Sé styrks ekki vitjað innan almanaksársins verður hann afskrifaður og felldur niður.


5.3. Breytingar. Ef breytingar verða frá því að umsókn var samþykkt þá ber að tilkynna þær og endurnýja umsókn.


5.4. Staðfesting. Þegar styrkur hefur verið greiddur er afgreiðslan tilkynnt umsækjanda í gegnum umsóknargátt og/eða með tölvupósti.