6.0    Gildistökuákvæði


6.1.  Heimildir sjóðsstjórnar. Úthlutunarreglur eru endurskoðaðar reglulega eða að lágmarki árlega og eru þær birtar jafnóðum á heimasíðu sjóðsins. Stjórn sjóðsins hefur heimild til að víkja frá reglum um styrkveitingar og tímamörk.


6.2. Samþykktir. Reglur þessar voru samþykktar af stjórn sjóðsins þann 18. júní 2025 og taka gildi við birtingu á heimasíðu sjóðsins. Við gildistökuna falla úr gildi eldri starfsreglur og aðrar ákvarðanir sem ekki eru í samræmi við reglur þessar.


Bókun 1.1. - 18. júní 2025 – Ákvæði til bráðabirgða.

Komi í ljós að umsækjandi hafi ekki náð að skila inn réttum iðgjöldum frá 1. desember 2024 er umsókn hafnað þar til leiðrétting hefur orðið.