Verðlaun
Fimmtudaginn 30. október verður tilkynnt um niðurstöður könnunarinnar fyrir árið 2025. Sveitarfélögin sem verma fjögur efstu sætin fá sæmdarheitið Sveitarfélag ársins. Þau hljóta viðurkenningu og verðlaunagrip fyrir bestu heildarniðurstöðu í könnuninni. Viðburðurinn fer fram á Hótel Selfossi og hefst kl. 14:00. Honum verður einnig streymst á netinu. Skráning á viðburðinn fer fram hér.

Kennimerki Sveitarfélags ársins er hannað af Sigrúnu Björgu Aradóttur hjá Agndofa hönnunarhúsi. Níu blaða blómið vísar í þættina níu sem saman mynda blómlegt og heilbrigt starfsumhverfi sveitarfélags.