4.0 Umsóknir, frágangur þeirra og afgreiðsla
4.1. Skil á umsóknum. Umsóknum skal skilað til sjóðsins með rafrænum hætti í gegnum umsóknargátt Mannauðssjóðs Heklu. Umsóknir eru afgreiddar að lágmarki fjórum sinnum á ári en upplýsingar um afgreiðslufundi má finna hverju sinni á heimasíðu sjóðsins.
4.2. Frágangur umsókna. Vanda skal frágang umsókna og tilgreina nákvæmlega hvernig styrkur verður nýttur og hvernig styrkurinn kemur til með að auka almenna starfshæfni. Öll fylgiskjöl þurfa að berast með umsókn. Ef fylgiskjölum er ábótavant eða umsóknir órökstuddar og uppfylla ekki skilyrði er umfjöllun umsóknar frestað eða umsókn synjað.
4.3. Afgreiðsla umsókna. Þegar búið er að fara yfir umsókn er niðurstaða tilkynnt í gegnum umsóknargáttina. Þar er einnig kallað eftir viðbótargögnum og upplýsingum ef á þarf að halda. Sjóðurinn áskilur sér rétt til að óska eftir frekari gögnum og /eða upplýsingum til að meta styrkhæfi verkefna.
