úthlutunarreglur


Sjóðurinn veitir eingöngu styrki vegna kostnaðar við þátttöku félagsfólks þeirra stéttarfélaga sem aðild eiga að sjóðnum í því fræðsluverkefni sem umsækjandi stendur fyrir.

Vinnuveitendur sækja um styrkinn fyrir hönd sjóðsfélaga síns sveitarfélags eða stofnunar. Samþykktar styrkbeiðnir eru afgreiddar þegar öll gögn hafa borist og verkefnið yfirstaðið.






 

  Styrkhæf verkefni:

  • Námskeið fyrir sjóðfélaga sem stuðla að aukinni starfsmenntun.
  • Námskeið/ innanhúsfræðsla.
  • Þarfagreining, úttekt /ráðgjöf til sveitarfélaga og eða stofnana.
  • Rafrænt námsumhverfi / þróunarverkefni, tækni og nýsköpun.
  • Nám/námskeið erlendis.
  • Náms- og kynnisferð.