bætum þekkingu, færni
og leikni
Í gegnum Mannauðssjóðinn Heklu geta sveitarfélög, vinnustaðir og stofnanir sótt um styrki fyrir námskeiðum og starfsþróun þeirra starfsmanna sem eru sjóðsfélagar í Heklu.
Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
- Greinargóð lýsing á verkefninu, markmið og tenging við starfsstöð.
- Dagskrá verkefnis.
- Þátttakendalisti, nafn, kennitala og stéttarfélag viðkomandi sjóðsfélaga.
Mannauðssjóðurinn Hekla hefur það hlutverk að veita styrki til fræðsluverkefna á vegum sveitarfélaga og stofnanna.
Tilgangur og hlutverk sjóðsins er að stuðla að framgangi starfsfólks og framþróun sveitarfélaga og stofnana þeim tengdum með markvissri starfsþróun. Sjóðurinn leggur áherslu á að starfsfólk stofnana sem aðild eiga að honum hafi tækifæri til að auka og nýta þekkingu sína í starfi, með því að þróa færni sína og viðhalda verðgildi sínu á vinnumarkaði
SamþykkTir
Samþykktir Heklu Mannauðssjóðs eru grunnurinn að starfseminni og tryggja gagnsæi og réttlæti í úthlutun styrkja. Þar eru markmið sjóðsins tilgreind, hvernig umsóknum er háttað og hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá styrk.
Fyrir launagreiðendur
Hekla Mannauðssjóður er fjármagnaður með framlögum launagreiðenda sjóðsfélaga. Framlagið nemur 0,42% af heildarlaunum hlutaðeigandi starfsmanna. Þetta fyrirkomulag tryggir stöðugt fjármagn sem gerir okkur kleift að styðja við þróun mannauðs á Íslandi til framtíðar.
Úthlutunarreglur
Skýrum úthlutunarreglum er ætlað að auka gegnsæi og stuðla að vinnulagi heilinda. Þannig tryggjum við jafnræði og að fjármunum sjóðsins sé ráðstafað á ábyrgan hátt í samræmi við markmið okkar um að efla mannauð á Íslandi.
Hekla Mannauðssetur
Samhliða sjóðnum rekur Hekla Mannauðssetur.
Hlutverk mannauðssetursins er að miðla fræðslu og starfsþróunarhugmyndum, vinna tillögur að fræðslutækifærum og veita ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana sem eiga aðild að sjóðnum.
Viltu vita meira
eða leita ráðgjafar?
Hafðu samband og við svörum eins fljótt og auðið er.
Contact Us
Takk fyrir að hafa samband við Mannauðssjóðinn Heklu.
Please try again later.