Um könnunina -
Sveitarfélag ársins
Könnunin „Sveitarfélag ársins“ hóf göngu sína vorið 2022 og er nú framkvæmd árlega. Niðurstöður könnunarinnar veita afar mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi á vinnustöðum sveitarfélaganna og samanburð við aðra vinnustaði.

Hægt er að bera saman niðurstöður þessarar könnunar við sambærilegar kannanir sem gerðar eru meðal ríkisstarfsmanna og á almennum markaði þar sem Sameyki og VR standa að gerð samskonar kannana.
Könnunin nær til félagsfólks áðurnefndra tíu bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB sem eru í 30% starfi eða meira og hafa verið félagsmenn í a.m.k. þrjá mánuði. Framkvæmd könnunarinnar er með þeim hætti að Gallup sendir út rafrænan spurningalista til þessara félagsmanna sem könnunin nær til. Samkvæmt þátttökuskilyrðum könnunarinnar þarf svarhlutfall að vera að lágmarki 35% af útsendum spurningalistum til að sveitarfélag nái inn á lista, auk þess sem tíu svör þurfa að lágmarki að berast frá félagsmönnum sem eru starfandi í sveitarfélaginu. Teknar eru saman niðurstöður þeirra sveitarfélaga þar sem lágmarksþátttaka næst. Kynningarbréf um könnunina er einnig sent til forráðamanna sveitarfélaganna þar sem þeim er boðin þátttaka í henni og greiða sveitarfélögin þá fyrir þátttöku. Að lokinni úrvinnslu fá þessi sveitarfélög sendar niðurstöður úr könnuninni fyrir sitt sveitarfélag.
Bæjarstarfsmannafélög BSRB sem standa að könunninni í samvinnu við Gallup
- Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi
- FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu
- Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
- Starfsmannafélag Garðabæjar
- Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
- Starfsmannafélag Húsavíkur
- Starfsmannafélag Kópavogs
- Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
- Starfsmannafélag Suðurnesja
- Starfsmannafélag Vestmannaeyja

