Fyrir launagreiðendur
Framlag launagreiðanda í Mannauðssjóðinn Heklu er 0,42% af heildarlaunum hlutaðeigandi starfsmanna frá 1. desember 2024.
Leiðbeiningar um uppsetningu:
- Það sem launafulltrúar þurfa að gera er að bæta sjóðnum við undir því félagi sem greitt er í (Kjölur, FOSS, Starfsmannafélag Kópavogs o.s.frv.). Sjóðurinn hefur stafaaðgreininguna M og heitir Mannauðssjóðurinn Hekla, hann er innheimtur í gegnum BSRB kt. 440169-0159 eins og allir aðrir sjóðir félaganna.
- BSRB óskar eftir að fá allar skilagreinar sendar í einu lagi með rafrænum hætti.
- Skilagreinar á SAL formi (textaskrár) sendast á netfangið skbibs@bsrb.is.
- Skilagreinar á XML formi sendast á vefþjónustuna https://dk.bsrb.is/bibs/skilagreinar.exe/wsdl/IMemberExpos.
- Þau sveitarfélög sem hafa hingað til greitt Mannauðssjóðsframlagið inn í Fræðslusjóð / Endurmenntunarsjóð þurfa að lækka framlagið þangað inn úr 0,6% í 0,4% og bæta Mannauðssjóðnum Heklu við með 0,42% framlag. Önnur sveitarfélög hætta að greiða 0,2% inn í gömlu mannauðssjóðina og hækka framlagið í 0,42% inn í nýja sjóðinn.
- Þau sveitarfélög sem hafa verið að senda skilagreinar í tölvupósti á Mannauðssjóð Kjalar, Mannauðssjóð Samflots eða Mannauðssjóð KSG hætta því og senda allar skilagreinar í einu lagi inn til BSRB á netfangið: skbibs@bsrb.is
Nánari upplýsingar veitir Björg Geirsdóttir hjá BSRB sími 525-8317, netfang bjorg@bsrb.is. Einnig veita viðkomandi aðildarfélög upplýsingar um skiptingu gjalda í sjóði.
Aðild að sjóðnum eiga stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga innan BSRB og þau sveitarfélög sem og aðrir aðilar.
- Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi
- Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi
- Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
- Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu
- Starfsmannafélag Garðabæjar
- Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
- Starfsmannafélag Húsavíkur
- Starfsmannafélag Kópavogs
- Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
- Starfsmannafélag Suðurnesja
- Starfsmannafélag Vestmannaeyja
