Þáttagreining og heildareinkunn
Könnunin veitir mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi og stjórnun. Mælingin nær yfir fjölbreytta þætti en þannig fæst heilsteypt mynd af innra starfs-umhverfisveitarfélaganna.
Þáttagreining (factor analysis) er notuð til að greina þá undirliggjandi þætti sem eru mældir. Heildareinkunnin er vegið meðaltal úr þáttunum sem greindir eru og er hún grunnur útnefningar á Sveitarfélagi ársins.
Sveitarfélög á lista
Samkvæmt þátttökuskilyrðum könnunarinnar þarf svarhlutfall að vera að lágmarki 35% af útsendum spurningalistum til að sveitarfélag nái inn á stigalista, auk þess sem tíu svör þurfa að lágmarki að berast frá félagsmönnum sem eru starfandi í sveitarfélaginu.
Könnunin nær til félagsmanna áðurnefndra tíu bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB sem eru í 30% starfi eða meira og hafa verið félagsmenn í a.m.k. þrjá mánuði. Félögin starfa um allt land, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.
Verðlaun og viðurkenning
Árlega eru veitt verðlaun og viðurkenning fyrir sveitarfélögin sem verma fjögur efstu sætin og fá þau sæmdarheitið Sveitarfélag ársins
Verðlaunagripur
Verðlaunagripurinn er hannaður og smíðaður af Sigrúnu Björgu Aradóttur hjá Agndofa hönnunarhúsi.
