Sveitarfélag ársins 2025
Hrund Hlöðversdóttir • 12. september 2025
Sveitarfélag ársins 2025
Niðurstöður birtar 30. október
Nú er könnuninni um Sveitarfélag ársins lokið og búið að vinna úr niðurstöðunum. Könnunin er hluti af samstarfsverkefni bæjarstarfsmannafélaga og stéttarfélaga innan BSRB og nær til félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum. Markmið verkefnisins er að styrkja starfsumhverfi sveitarfélaganna með því að draga upp heildarmynd af starfsumhverfi og starfsánægju félagsmanna.
Fimmtudaginn 30. október verður tilkynnt um niðurstöður könnunarinnar og þau fjögur sveitarfélög með bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi hljóta viðurkenningar. Viðburðurinn fer fram á Hótel Selfossi klukkan 14:00 en verður streymt hér á síðunni og á heimasíðu verkefnisins
