Opnað fyrir umsóknir um styrki

Hrund Hlöðversdóttir • 12. september 2025

Mannauðssjóðurinn Hekla opnar fyrir umsóknir

Mannauðssjóðurinn Hekla hefur opnað fyrir umsóknir um styrki frá og með 18. september 2025.

Sjóðurinn tók til starfa 1. janúar 2025 en þá sameinuðust Mannauðssjóður Kjalar, Mannauðssjóður KSG og Mannauðssjóður Samflots.

Mannauðssjóðurinn hefur það hlutverk að veita styrki til fræðsluverkefna á vegum sveitarfélaga og stofnana þeirra sem tengjast markvissri starfsþróun starfsfólks sveitarfélaga. Auk þess rekur sjóðurinn mannauðssetur sem mótar stefnu og vinnur tillögur að fræðslutækifærum auk þess að styðja og skipuleggja fræðslu til stofnana m.a. um skipulag og framsetningu símenntunnaráætlana. Mannauðssetur leggur áherslu á samtarf við tengda fræðsluaðila.

Hekla tekur yfir alla starfssemi eldri sjóðanna.


Fram að hausti fór fram undirbúningur að því að opna sjóðinn að nýju og unnið var að nýjum úthlutunarreglum, nýrri heimasíðu með rafrænni umsóknargátt og nýju merki fyrir sjóðinn.

Mikilvægt er að kynna sér vel nýjar og uppfærðar úthlutunarreglur áður en umsókn er undirbúin.




Eftir Hrund Hlöðversdóttir 29. október 2025
Beint streymi hér fyrir neðan
Eftir Hrund Hlöðversdóttir 21. október 2025
Kynnið ykkur úthlutunarreglur Mannauðssjóðsins.
Eftir Hrund Hlöðversdóttir 11. september 2025
Sveitarfélag ársins 2025