Um sjóðinn
Mannauðssjóðurinn Hekla hefur það hlutverk að veita styrki til fræðsluverkefna á vegum sveitarfélaga og stofnanna þeirra sem tengjast markvissri starfsþróun starfsfólks sveitarfélaga.
Framkvæmdarstjóri: Hrund Hlöðversdóttir hrund@mannaudssjodur.is
Mannauðssjóðurinn Hekla tók til starfa 1. janúar 2025 eftir sameiningu Mannauðssjóðs Samflots, Mannauðssjóðs Kjalar og Mannauðssjóðs KSG og tekur Hekla yfir alla starfssemi eldri sjóðanna.
Tilgangur og hlutverk sjóðsins er að stuðla að framgangi starfsfólks og framþróun sveitarfélaga og stofnana þeim tengdum með markvissri starfsþróun. Sjóðurinn leggur áherslu á að starfsfólk stofnana sem aðild eiga að honum hafi tækifæri til að auka og nýta þekkingu sína í starfi, með því að þróa færni sína og viðhalda verðgildi sínu á vinnumarkaði.
Sjóðurinn sinnir markmiðum sínum á sviði símenntunar og mannauðs með því að veita styrki til:
- Sveitarfélaga, stofnana og vinnuveitenda sem greiða í sjóðinn.
- Stéttarfélaga.
- Verkefna sem sjóðsstjórn skipuleggur eða á aðkomu að.
Umsóknir skulu sendar í gegnum umsóknargátt þar sem fram kemur lýsing á því verkefni sem sótt er um styrk til, skipulagi þess, efnisinntaki, áætlaðri framkvæmd, kostnaði, öðrum styrkjum og framlagi umsækjanda.
Greiðslur úr sjóðnum fara fram gegn framvísun á útlögðum kostnaði umsækjenda, stofnunar eða sveitarfélags, sjá úthlutunarreglur.
Auk þess rekur sjóðurinn mannauðssetur sem mótar stefnu og vinnur tillögur að fræðslutækifærum auk þess að styðja og skipuleggja fræðslu til stofnana m.a. um skipulag og framsetningu símenntunnaráætlana. Mannauðssetur vinnur að og lætur gera rannsóknir með það að markmiði að fá yfirsýn og hlúa að starfsumhverfi og starfsþróun. Mannauðssetur leggur áherslu á samtarf við tengda fræðsluaðila.

Aðild að sjóðnum eiga stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga innan BSRB og þau sveitarfélög sem og aðrir aðilar.
- Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi
- Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi
- Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
- Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu
- Starfsmannafélag Garðabæjar
- Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
- Starfsmannafélag Húsavíkur
- Starfsmannafélag Kópavogs
- Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
- Starfsmannafélag Suðurnesja
- Starfsmannafélag Vestmannaeyja